logo-for-printing

17. desember 2021

EIOPA birtir niðurstöðu álagsprófs á evrópsk vátryggingafélög

Bygging Seðlabanka Íslands
Evrópska vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunin EIOPA birti hinn 16. desember 2021 niðurstöðu álagsprófs sem gert var 2021 á evrópsk vátryggingafélög. Álagsprófið náði til 44 evrópskra vátryggingafélaga, þar á meðal Sjóvá á Íslandi. Í álagsprófinu voru skoðaðar afleiðingar neikvæðra sviðsmynda á gjaldþol og lausafjárstöðu vátryggingafélaganna sem þátt tóku.

Hér má nálgast fréttatilkynningu og kynningarefni EIOPA um álagsprófið.
Til baka