
21. maí 2021
Samkomulag um sátt vegna brota Stoða hf. á ákvæðum laga nr. 100/2016, um vátryggingastarfsemi, og laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki

Í samkomulaginu kemur m.a. fram að í marsbyrjun 2020 hafi Stoðir hf. aukið við hlut sinn í TM hf. og þar með eignast virkan eignarhlut í vátryggingafélaginu og þremur eftirlitsskyldum dótturfélögum þess, Lykli fjármögnun hf., Íslenskri endurtryggingu hf. og TM líftryggingum hf., án þess að tilkynna Fjármálaeftirlitinu fyrir fram um áform sín.
Sjá nánar: Samkomulag um að ljúka máli með sátt.