logo-for-printing

24. mars 2021

Vefútsending - kl. 9:30 í dag

Bygging Seðlabanka Íslands

Yfirlýsing peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands er birt í dag, miðvikudaginn 24. mars 2021, og af því tilefni fer fram sérstök vefútsending. Frétt með yfirlýsingunni var birt klukkan 8:30 í dag og vefútsendingin hefst klukkan 9:30. Í vefútsendingunni munu Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, gera grein fyrir yfirlýsingu peningastefnunefndar.

Rétt er að vekja athygli á því að vefútsendingin hefst hálfri stundu fyrr en áður, þ.e. klukkan 9:30. Sem fyrr  er rétt að taka fram að Seðlabankinn getur ekki tekið ábyrgð á mögulegum tæknilegum hnökrum sem geta orðið á útsendingu.

Vefútsendingin verður aðgengileg hér kl. 9:30: Vefútsending í tilefni af yfirlýsingu peningastefnunefndar 24. mars 2021.

Sjá hér upplýsingar um peningastefnu og peningastefnunefnd.

Til baka