logo-for-printing

22. febrúar 2021

Traust á Seðlabanka eykst

Bygging Seðlabanka Íslands
Traust í garð Seðlabankans hefur tvöfaldast á tveimur árum. Það fer úr 31% í 62% samkvæmt Gallup. Í fyrra fór það úr 31% í 45%, Seðlabankinn var hástökkvarinn þá, og nú eykst traustið næst mest, eða um 17 prósentur. Ásgeir Jónsson tók við embætti seðlabankastjóra árið 2019 og undir hans stjórn voru Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið sameinuð í upphafi síðasta árs. Frá þessu hefur verið greint í fréttum RUV og Morgunblaðsins.


Til baka