logo-for-printing

20. janúar 2021

Nýtt fræðsluefni um áhættumiðaðar og fyrirbyggjandi aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Bygging Seðlabanka Íslands
Nýtt fræðsluefni um áhættumiðaðar og fyrirbyggjandi aðgerðir sem tilkynningarskyldum aðilum er skylt að grípa til og innleiða á grundvelli laga nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka hefur verið birt á vefsvæði Seðlabanka Íslands.

Markmiðið með fræðsluefninu er að útskýra á myndrænan hátt hvernig kröfum laganna og samspili ólíkra aðgerða er ætlað að koma í veg fyrir að starfsemi tilkynningarskyldra aðila sé misnotuð til peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka.

Sjá nánar: Aðgerðir tilkynningarskyldra aðila.
Til baka