logo-for-printing

12. nóvember 2021

Breytingar á reglum um hámark greiðslubyrðar fasteignalána

Bygging Seðlabanka Íslands
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands hefur samþykkt breytingar á reglum nr. 1077/2021 um hámark greiðslubyrðar fasteignalána í hlutfalli við tekjur neytenda, sem taka gildi 1. desember nk.

Með breytingunum er 4. gr. reglnanna breytt á þann veg að við útreikning á hámarki greiðslubyrðar fasteignalána er lánveitenda heimilt að miða við lán með jöfnum greiðslum, óháð greiðslufyrirkomulagi samkvæmt hlutaðeigandi samningi um fasteignalán.

Breytingarnar eru gerðar með nýjum reglum nr. 1268/2021 um hámark greiðslubyrðar fasteignalána í hlutfalli við tekjur neytenda, sem munu koma í stað reglna nr. 1077/2021 um sama efni. Reglurnar eru birtar í Stjórnartíðindum í dag og taka gildi 1. desember 2021.
Til baka