logo-for-printing

08. október 2021

Varaseðlabankastjóri með erindi á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga

Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri

Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, hélt fimmtudaginn 7. október erindi um stöðu og horfur í efnahagsmálum á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Erindi Rannveigar bar heitið Hagstjórn í heimsfaraldri – Hvað tókst vel og hverjar eru horfurnar? Í erindinu fjallaði hún m.a. um áhrif heimsfaraldursins á efnahag landsins, viðbrögð hins opinbera og hvernig stjórntækjum Seðlabankans var beitt.

Kynningarglærur sem Rannveig nýtti sér til stuðnings má nálgast hér: Hagstjórn í heimsfaraldri – Hvað tókst vel og hverjar eru horfurnar?

Hægt er að horfa á upptöku frá fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga hér. Erindi Rannveigar byrjar á einni klukkustund og mínútu 41.


Til baka