logo-for-printing

15. október 2021

Umræðuferli hjá ESMA er hafið varðandi bestu framkvæmd á grundvelli MiFID 2

Bygging Seðlabanka Íslands
ESMA hefur sett af stað umræðuferli um tillögur að endurbótum á skýrsluskilum í tengslum við bestu framkvæmd á grundvelli MiFID 2. Tillögurnar eiga að miða að því að tryggja árangursríka og samræmda reglusetningu og eftirlit ásamt því að efla fjárfestavernd.

Hagsmunaaðilar eru hvattir til að senda athugasemdir fyrir 23. desember 2021, sjá nánar á vef ESMA.
Til baka