logo-for-printing

29. júní 2021

Breyting á lögum um afleiðuviðskipti, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár

Bygging Seðlabanka Íslands
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands sendi nýlega dreifibréf til eftirlitsskyldra aðila til að vekja athygli á gildistöku laga nr. 56/2021 um breytingu á lögum nr. 15/2018 um afleiðuviðskipti, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár. Með lögunum er innleidd reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 2019/834 (EMIR Refit) um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 648/2012 (EMIR) að því er varðar stöðustofnunarskyldu, kröfur um skýrslugjöf o.fl.

Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á fyrri lagaframkvæmd s.s. varðandi stöðustofnunarskyldu fjárhagslegra mótaðila. Eftirlitsskyldir aðilar og aðrir sem telja þetta mál sig varða eru hvattir til að kynna sér efni hinna nýju laga, dreifibréfsins og vefsíðu Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands.
Til baka