logo-for-printing

14. nóvember 2018

Reglubundinni umræðu um Ísland lokið í framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins

Bygging Seðlabanka Íslands og Esjan á bakvið

Föstudaginn 9. nóvember síðastliðinn fór fram árleg umræða um stöðu og horfur í íslenskum efnahagsmálum í framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gerir úttekt á efnahagslífi aðildarlanda á eins til tveggja ára fresti á grundvelli 4. greinar stofnsáttmálans (e. Article IV Consultation). Sendinefnd frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum var hér á landi í september síðastliðnum til viðræðna við íslensk stjórnvöld og ýmsa hagsmunaaðila.

Nýjustu skýrslur sjóðsins um Ísland voru birtar í dag á heimasíðu hans, sjá hér fyrir neðan (ásamt öðru nýlegu efni).

Iceland: 2018 Article IV Consultation-Press Release; Staff Report; Staff Statement; and Statement by the Executive Director for Iceland

Iceland: Selected Issues Papers (SIP)

Heimsókn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 13.-25. september 2018

Vefsíða Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þar sem fjallað er um Ísland

Til baka