logo-for-printing

26. mars 2020

Hollráð við val á rafrænni bankaþjónustu

Höfðatorg

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands vekur athygli neytenda á upplýsingaskjali frá Evrópska bankaeftirlitinu (EBA) í íslenskri þýðingu. Í upplýsingaskjalinu eru nokkur hollráð sem neytendur ættu að hafa í huga við val á bankaþjónustu á netinu eða í smáforritum. Upplýsingaskjalið inniheldur einkum ráð sem neytendur ættu að hafa í huga áður en þeir velja sér þjónustu eða þegar þeir gera samning um tiltekna þjónustu, svo sem:

  • Að skoða vel í hverju þjónustan felst, lengd samningstímans, heildarkostnað og gjöld og skilmála um uppsögn á þjónustunni.
  • Að skoða árlega hlutfallstölu kostnaðar þar sem það er mögulegt til að bera saman mismunandi kosti.
  • Að fylgjast með og láta strax vita ef einhverjar grunsamlegar hreyfingar eiga sér stað á bankareikningi eða ef óviðkomandi hefur komist inn á reikninginn til að þjónustuveitandi geti samstundis gripið til viðeigandi aðgerða.

Upplýsingaskjalið má finna hér í íslenskri útgáfu og hér í upprunalegri útgáfu.


Til baka