logo-for-printing

23. október 2020

Upplýsingar um stöðu NOVIS

Bygging Seðlabanka Íslands
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands (Fjármálaeftirlitið) vísar til fyrri frétta frá 18. og 29. september 2020, þar sem greint var frá tímabundnu banni við nýsölu vátryggingarsamninga með fjárfestingaþætti sem Seðlabanki Slóvakíu (Národná banka Slovenska, NBS) setti við nýsölu NOVIS Insurance Company, NOVIS Versicherungsgesellschaft, NOVIS Compagnia di Assicurazioni, NOVIS Poisťovňa a.s. (NOVIS).

NBS birti yfirlýsingu 25. september síðastliðinn þar sem finna má nánari upplýsingar um ákvörðun NBS um tímabundið bann, þ.e. ástæðu, efni, gildissvið og -tíma hennar.

Ákvörðun NBS gerir ráð fyrir sölubanni nema að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Framangreind skilyrði snúa að því að virði fjárfestinga sé hærra en endurkaupavirði samninga. Þá felur ákvörðunin einnig í sér að NOVIS er skylt að fjárfesta öllum iðgjöldum þegar gerðra vátryggingarsamninga í þágu vátryggingartaka í samræmi við skilmála vátryggingarsamninganna.

NBS metur mánaðarlega hvort skilyrðin séu uppfyllt á grundvelli upplýsinga frá NOVIS sem sendar eru í lok hvers almanaksmánaðar. Meti vátryggingafélagið það svo í lok hvers mánaðar að skilyrðum ákvörðunarinnar sé fullnægt, er NOVIS heimilt að ljúka samningum frá upphafi til loka næsta mánaðar. NBS getur endurskoðað þetta mat NOVIS.

Ákvörðun NBS tók gildi 11. september og NOVIS uppfyllti ekki skilyrði til að ljúka gerð samninga í september. Hinn 21. október 2020 komst NBS að niðurstöðu um að NOVIS uppfyllti skilyrðin um síðustu mánaðamót sem heimilar NOVIS að ljúka gerð samninga í október.

Fjármálaeftirlitið ítrekar að ákvörðunin nær eingöngu til þess að ljúka gerð (e. conclude) samninga í október. NBS mun áfram endurskoða mat NOVIS á grundvelli gagna frá félaginu við hver mánaðamót á meðan ákvörðunin er í gildi.

Tilkynning EIOPA um tímabundið bann NBS.

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur tekið saman upplýsingar til íslenskra neytenda í ljósi tímabundins banns NBS.
Til baka