logo-for-printing

18. maí 2020

Brot Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja gegn 37. gr. laga nr. 129/1997

Höfðatorg
Í kjölfar fyrirspurnar frá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands bárust upplýsingar frá Lífeyrissjóði Vestmannaeyja 30. mars 2020 þess efnis að eignir lífeyrissjóðsins sem ekki eru skráðar á skipulegum verðbréfamarkaði hefðu 23. mars 2020 farið yfir lögbundið hámark fjárfestingarheimilda, sbr. 3. mgr. 36. gr. b. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Tilkynning lífeyrissjóðsins skv. 37. gr. laga nr. 129/1997 barst eftirlitinu 6. apríl 2020.

Niðurstöðuna er að finna hér (sjá pdf-skjal).
Til baka