logo-for-printing

06. júlí 2020

Fjármálaeftirlitsnefnd hefur ákveðið að birta ákvarðanir um álagningu stjórnvaldssekta

Bygging Seðlabanka Íslands
Fjármálaeftirlitsnefnd hefur tekið ákvörðun um að ákvarðanir nefndarinnar um álagningu stjórnvaldssekta vegna brota verði birtar í heild sinni á vefsíðu Seðlabanka Íslands. Ákvörðun Fjármálaeftirlitsnefndar, sem byggir á heimild í 2. mgr. 16. gr. laga nr. 92/2019 um Seðlabanka Íslands, tekur til allra ákvarðana fjármálaeftirlitsnefndar um álagningu stjórnvaldssekta frá gildistöku laga nr. 92/2019.

Þó skal ekki birta ákvörðun fjármálaeftirlitsnefndar um álagningu stjórnvaldssektar verði hún talin stefna hagsmunum fjármálamarkaðarins í hættu, varði hún ekki hagsmuni markaðarins sem slíks eða ef ætla má að birting hennar valdi hlutaðeigandi aðilum tjóni sem telst ekki í samræmi við tilefni ákvörðunarinnar, sbr. 2 mgr. 16. gr. laga nr. 92/2019. Um framkvæmd birtingar fer að öðru leyti eftir gagnsæisstefnu Fjármálaeftirlitsins, dags. 16. apríl 2014.

Það er álit fjármálaeftirlitsnefndar að birting á ákvörðunum um álagningu stjórnvaldssekta vegna brota í heild sinni auki gagnsæi og stuðli að auknum varnaðaráhrifum, auk þess að varpa skýru ljósi á stjórnsýsluframkvæmd á einstökum sviðum.
Til baka