logo-for-printing

15. september 2020

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands samþykkir yfirfærslu tiltekins rekstrarhluta Kviku banka hf. til Júpíters rekstrarfélags hf.

Harpan og bygging Seðlabanka Íslands
Hinn 31. ágúst 2020 samþykkti Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands yfirfærslu tiltekins rekstrarhluta Kviku banka hf. til Júpíters rekstrarfélags hf., sbr. 1. mgr. 106. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Um er að ræða eftirtalda starfsemi Kviku banka hf.:

• Rekstur sérhæfðu sjóðanna Auður I fagfjárfestasjóður slf., kt. 660308-1560, EDDA slhf., kt. 620413-1940 og FREYJA framtakssjóður slhf., kt. 560718-0200.

• Einkabankaþjónustu Kviku sem felur í sér eignastýringu, fjárfestingarráðgjöf og móttöku og miðlun fyrirmæla varðandi fjármálagerninga fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sjóði og stofnanir.

• Þjónustu við stofnanafjárfesta sem felur í sér eignastýringu, fjárfestingarráðgjöf og móttöku og miðlun fyrirmæla varðandi fjármálagerninga til stofnanafjárfesta.
Til baka