logo-for-printing

20. ágúst 2009

Már Guðmundsson tók við embætti seðlabankastjóra í dag

Í dag tók Már Guðmundsson við embætti seðlabankastjóra af Svein Harald Øygard. Már hefur frá árinu 2004 gegnt starfi aðstoðarframkvæmdastjóra peningamála- og hagfræðisviðs Alþjóðagreiðslubankans í Basel í Sviss (sjá: frétt frá BIS). Már starfaði áður í Seðlabanka Íslands í tæpa tvo áratugi, þar af sem aðalhagfræðingur í um áratug.

Forsætisráðherra skipaði Má Guðmundsson í embætti seðlabankastjóra til fimm ára frá og með 20. ágúst 2009 og Arnór Sighvatsson í embætti aðstoðarseðlabankastjóra til fjögurra ára frá og með 1. júlí 2009 í samræmi við 1. mgr. 23. gr. laga um Seðlabanka Íslands. Skipunin var að undangenginni auglýsingu og forvalsferli.

Már segir að á upphafsdögum sínum í starfi muni hann fara vandlega yfir þau verkefni sem unnið hafi verið að í Seðlabankanum að undanförnu. Starfsmenn og forysta bankans hafi á undanförnum misserum unnið mikið starf við erfiðar aðstæður sem haldið verður áfram. Jafnframt muni hann beina sjónum sínum að framtíð fjármálakerfisins og hlutverki Seðlabankans.

Nr. 27/2009
20. ágúst 2009

Til baka