logo-for-printing

23. nóvember 2006

Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 11/2006

Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum. Frá og með 1. desember 2006 eru vextir óverðtryggðra lána, vextir af skaðabótakröfum og vextir verðtryggðara lána óbreyttir frá síðustu vaxtaákvörðun sem tók gildi 1. nóvember. Vextir eru því eftirfarandi: óverðtryggð lán 15,5%, skaðabótakröfur 10,3% og verðtryggð lán 4,85%.

Samkvæmt 6. gr. í kafla nr. III um dráttarvexti í lögum nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, skulu dráttarvextir breytast 1. janúar og 1. júlí ár hvert. Dráttarvextir haldast því óbreyttir 23,5% til og með 31. desember 2006 sbr. vaxtatilkynningu nr. 6/2006 dags 14. júní 2006.

Sjá tilkynninguna í heild (pdf-skjal 23kb)
 

Til baka