logo-for-printing

07. júní 2006

Efnahagsreikningur Seðlabanka Íslands í lok maí 2006

Í meðfylgjandi töflu er sýndur efnahagsreikningur Seðlabanka Íslands í lok maí 2006 og til samanburðar í lok apríl 2006 og í lok desember 2005.

Gjaldeyrisforði bankans jókst um 4,2 milljarða króna í mánuðinum og nam 70,4 milljörðum króna í lok hans sem jafngildir 984 milljónum Bandaríkjadala miðað við gengi í mánaðarlok. Gjaldeyrisforðinn hækkaði vegna lánahreyfinga ríkissjóðs og reglubundinna kaupa Seðlabankans á gjaldeyri á innlendum markaði.
Gengi íslensku krónunnar styrktist í maí um 1,3%.
Kröfur Seðlabankans á innlánsstofnanir lækkuðu um 0,9 milljarða króna í maí og námu 85,1 milljarði króna í lok mánaðarins.

Kröfur á aðrar fjármálastofnanir hækkuðu um 1,8 milljarða króna og námu 16,4 milljörðum króna í mánaðarlok.
Markaðsskráð verðbréf í eigu bankans námu 1,6 milljörðum króna í lok maí miðað við markaðsverð.
Skuldir Seðlabankans við innlánsstofnanir hækkuðu um 5,3 milljarða króna í mánuðinum og námu 35,2 milljörðum króna í maílok.

Nettóinnstæður ríkissjóðs og ríkisstofnana hækkuðu um 1,6 milljarða króna og námu 78,5 milljörðum króna í lok maí.

Grunnfé bankans hækkaði í maí um 5,7 milljarða króna og nam 48,6 milljörðum króna í mánaðarlok.

Nánari upplýsingar veita bankastjórar Seðlabanka Íslands og Erla Árnadóttir aðalbókari í síma 569-9600.

Fréttin í heild með töflu (pdf-skjal 37kb)

Nr. 23/2006
7. júní 2006

Til baka