logo-for-printing

08. desember 2017

Fitch Ratings hækkar langtímalánshæfiseinkunn ríkissjóðs í A og horfur sagðar stöðugar

Bygging Seðlabanka Íslands

Matsfyrirtækið Fitch Ratings tilkynnti í dag að það hefði hækkað lánshæfiseinkunn ríkissjóðs á langtímaskuldbindingum í innlendum og erlendum gjaldmiðli í „A“ úr „A-“. Þá eru horfur fyrir einkunnina sagðar stöðugar (e. outlook stable). Helstu drifkraftar hækkunarinnar eru efnahagsstöðugleiki, batnandi ytri staða þjóðarbúsins og skuldalækkun hins opinbera ásamt öflugum hagvexti.

Til baka