
03. janúar 2023
Verðbréfamiðstöð Íslands hf. fær uppfært starfsleyfi sem verðbréfamiðstöð

Verðbréfamiðstöð Íslands hefur leyfi til að annast frumskráningu verðbréfa í rafrænt kerfi, útvega og varsla verðbréfareikninga á efsta stigi og starfrækja verðbréfauppgjörskerfi, sbr. A-þátt viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 909/2014 um bætt verðbréfauppgjör í Evrópusambandinu og um verðbréfamiðstöðvar og um breytingu á tilskipunum 98/26/EB og 2014/65/ESB og reglugerð (ESB) nr. 236/2012, sem veitt var lagagildi skv. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 7/2020. Þá hefur Verðbréfamiðstöð Íslands hf. leyfi til að stunda viðbótarþjónustu, aðra en bankaþjónustu, sem felur ekki í sér útlána- eða lausafjárhættu, samkvæmt B-þætti viðaukans.