logo-for-printing

03. janúar 2023

Verðbréfamiðstöð Íslands hf. fær uppfært starfsleyfi sem verðbréfamiðstöð

Bygging Seðlabanka Íslands
Hinn 29. desember 2022 veitti fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands Verðbréfamiðstöð Íslands hf. starfsleyfi sem verðbréfamiðstöð samkvæmt 1. mgr. 24. gr. laga nr. 7/2020 um verðbréfamiðstöðvar, uppgjör og rafræna eignarskráningu fjármálagerninga. Verðbréfamiðstöð Íslands hf. hafði áður hlotið leyfi til að starfa sem verðbréfamiðstöð samkvæmt lögum nr. 131/1997 um rafræna eignarskráningu verðbréfa.

Verðbréfamiðstöð Íslands hefur leyfi til að annast frumskráningu verðbréfa í rafrænt kerfi, útvega og varsla verðbréfareikninga á efsta stigi og starfrækja verðbréfauppgjörskerfi, sbr. A-þátt viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 909/2014 um bætt verðbréfauppgjör í Evrópusambandinu og um verðbréfamiðstöðvar og um breytingu á tilskipunum 98/26/EB og 2014/65/ESB og reglugerð (ESB) nr. 236/2012, sem veitt var lagagildi skv. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 7/2020. Þá hefur Verðbréfamiðstöð Íslands hf. leyfi til að stunda viðbótarþjónustu, aðra en bankaþjónustu, sem felur ekki í sér útlána- eða lausafjárhættu, samkvæmt B-þætti viðaukans.
Til baka