logo-for-printing

09. júní 2022

Lífeyrissparnaður jókst um 17,3% á árinu 2021

Lífeyrissparnaður landsmanna í formi samtryggingar og séreignar lífeyrissjóða og annarra vörsluaðila nam 7.083 ma.kr. í árslok 2021 og jókst um 17,3 % á árinu. Sem hlutfall af vergri landsframleiðslu (VLF) nemur lífeyrissparnaðurinn 219%. Miðað við bráðabirgðatölur OECD er það hæsta hlutfall sjóðsöfnunar innan aðildarlanda þess, en Danmörk og Holland fylgja fast á eftir með um 210% hvort. Eignir samtryggingardeilda lífeyrissjóðanna námu við árslok 6.032 ma.kr. og jukust um 17,6% eða um 900 ma.kr milli ára. Tryggingafræðileg staða samtryggingardeilda lífeyrissjóðanna versnaði frá fyrra ári vegna breyttra forsenda um lífslíkur. Séreignarsparnaður í vörslu lífeyrissjóðanna nam 706 ma.kr. sem var um 18,9% aukning frá árinu á undan. Séreignarsparnaður í vörslu annarra en lífeyrissjóða nam 345 ma.kr. og jókst um 10%.

Þetta kemur fram í samantekt Seðlabanka Íslands úr ársreikningum lífeyrissjóða og sambærilegum gögnum frá öðrum vörsluaðilum séreignarsparnaðar.

Yfirlit yfir samantektina má finna hér: Lífeyrissparnaður jókst um 17,3% á árinu 2021.

Talnaefni sem liggur til grundvallar má finna hér: Samantekt úr ársreikningum fyrir lífeyrissjóði á árinu 2021.


Til baka