logo-for-printing

15. mars 2023

Hækkun sveiflujöfnunarauka

Bygging Seðlabanka Íslands

Í dag voru birtar í Stjórnartíðindum nýjar reglur Seðlabanka Íslands um sveiflujöfnunarauka á fjármálafyrirtæki nr. 256/2023 sem samþykktar voru á fundi fjármálastöðugleikanefndar 14. mars sl. Með reglunum er gildi sveiflujöfnunaraukans hækkað úr 2% í 2,5% af áhættugrunni vegna innlendra áhættuskuldbindinga. Hækkunin tekur gildi eftir 12 mánuði.

Að mati nefndarinnar er hækkunin nú til þess fallin að auka enn frekar á viðnámsþrótt fjármálafyrirtækja í ljósi þeirrar áhættu sem byggst hefur upp og gæti raungerst á næstu misserum.

Gildi sveiflujöfnunarauka er endurskoðað ársfjórðungslega og taka ákvarðanir um hækkun aukans alla jafna ekki gildi fyrr en tólf mánuðum síðar.


Til baka