Fjárfestingar á árinu 2016 samkvæmt nýfjárfestingarheimild laga nr. 87/1992 um gjaldeyrismál
Seðlabanki Íslands hefur tekið saman að beiðni vefmiðilsins Kjarnans tölur um innflæði erlends gjaldeyris á grundvelli nýfjárfestingarheimildar, sbr. ákvæði 13. gr. m laga nr. 87/1992, um gjaldeyrismál, fyrir árið 2016. Samantektin er birt hér á vef Seðlabankans til þess að hún sé öllum aðgengileg jafnt.
Á árinu 2016 nam innflæði erlends gjaldeyris á grundvelli nýfjárfestingarheimildar 79 ma.kr. Fjárfestingin skiptist þannig, sjá einnig samantekt í meðfylgjandi töflu:
• Nýfjárfesting vegna innlána nam 591 m.kr. Þar af námu nýfjárfestingar einstaklinga 545 m.kr. og lögaðila 46 m.kr.
• Nýfjárfesting vegna kaupa á verðbréfum, öðrum en hlutabréfum, nam 29,9 ma.kr. Fjárfesting einstaklinga í þessum flokkum nam 981 m.kr. og lögaðila rúmlega 28,9 ma.kr. Nýfjárfesting í ríkisskuldabréfum nam 28,2 ma.kr. og öðrum verðbréfum rúmlega 1,7 ma.kr.
• Nýfjárfesting í skráðum í hlutabréfum nam um 11,1 ma.kr. Þar af nam fjárfesting einstaklinga 1,1 ma.kr. og lögaðila 10,0 ma.kr.
• Nýfjárfesting einstaklinga og lögaðila í fasteignum nam um 1 ma.kr.
• Nýfjárfesting í atvinnurekstri nam um 30,2 ma.kr., þar af fjárfesting lögaðila 29,5 ma.kr. og einstaklinga 669 m.kr.
• Önnur nýfjárfesting nam 6,2 ma.kr. Þar af fjárfestu lögaðilar fyrir 5,6 ma.kr. og einstaklingar 609 m.kr.
Innflæði erlends gjaldeyris á grundvelli nýfjárfestingarheimildar árið 2016
Milljarðar króna |
Einstaklingar |
Lögaðilar |
Alls |
Innlán |
0,55 |
0,05 |
0,6 |
Ríkisskuldabréf |
0,1 |
28,1 |
28,2 |
Önnur verðbréf |
0,9 |
0,8 |
1,7 |
Skráð hlutabréf |
1,1 |
10,0 |
11,1 |
Fasteignir |
0,9 |
0,1 |
1,0 |
Atvinnurekstur |
0,7 |
29,5 |
30,2 |
Aðrar fjárfestingar |
0,6 |
5,6 |
6,2 |
Samtals |
|
|
79,0 |