logo-for-printing

07. febrúar 2020

Safnanótt í Seðlabankanum

Bygging Seðlabanka Íslands

Myntsafn Seðlabanka Íslands og Þjóðminjasafnsins verður opið almenningi á Safnanótt sem hefst klukkan 18 í kvöld, 7. febrúar 2020. Safnið verður opið til klukkan 23. Að vanda verða til sýnis peningar frá ýmsum tímum og stöðum, en að þessu sinni verður byggingarsaga Seðlabanka Íslands í sérstöku kastljósi.

Sýnd verður stutt heimildarmynd um byggingarsögu húsnæðis fyrir Seðlabankann. Aðdraganda og byggingu húss bankans er lýst, allt frá fyrstu hugmyndum og greint frá þerri samfélagsumræðu og deilum sem áttu sér stað um staðsetningu og útlit. Þá verða til sýnis líkön af byggingum.

Líkt og fyrri ár verða aðrir sýningargripir myntsafnsins á sínum stað. Þar má nefna yfirlitssýningu um íslenska seðla og mynt, Nóbelsverðlaunapening Halldórs Laxness, gullstöng úr gullforða bankans og margt fleira.

Gengið er inn í Seðlabankann frá Arnarhóli.

Fleiri upplýsingar má finna hér á nýopnaðri Fésbókarsíðu Seðlabankans.


Til baka