logo-for-printing

11. maí 2022

Árlegar viðræður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins við íslensk stjórnvöld og aðra hagaðila

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn birti í dag álit sendinefndar sinnar (e. Concluding Statement) eftir fundi hennar með íslenskum stjórnvöldum og öðrum hagaðilum síðustu tvær vikur. Fundirnir eru hluti af árlegri úttekt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á stöðu og horfum í íslensku atvinnulífi (e. Article IV Consultation). Hliðstæðar úttektir eru gerðar í öllum aðildarlöndum sjóðsins.

Viðfangsefni fundanna að þessu sinni var staða efnahagslífsins í kjölfar Covid-19 heimsfaraldursins og horfur framundan í ljósi stríðsins í Úkraínu og vaxandi verðbólgu víða um heim. Sjóðurinn telur að íslenskt efnahagslíf hafi staðist röð áfalla síðan 2019 með ágætum, m.a. í krafti samræmdra aðgerða stjórnvalda, sem áfram eru nauðsynlegar til að efnahagsbati festist í sessi, til að stemma stigu við verðbólgu og aukinni áhættu í kerfinu og til að byggja aftur upp viðnámsþrótt í ríkisfjármálum.

Sjá nánar í lauslegri þýðingu á áliti sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér.

Álit sendinefndarinnar (á ensku) er hér:

Tengill á vef Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Pdf-skjal með álitinu.


Til baka