logo-for-printing

10. júní 2022

EIOPA gefur út tilmæli til Seðlabanka Slóvakíu

Bygging Seðlabanka Íslands

Hinn 17. maí sl. gaf Evrópska vátrygginga- og lífeyriseftirlitið (EIOPA) út tilmæli til Seðlabanka Slóvakíu (Národná banka Slovenska, NBS).

Tilmælin byggja á niðurstöðum athugunar EIOPA, þess efnis að eftirlitsaðgerðir NBS gagnvart slóvakísku vátryggingafélagi hafi ekki verið fullnægjandi. Umrætt vátryggingafélag hefur ekki starfað í samræmi við ákvæði Solvency II tilskipunarinnar um vátryggingaskuld, eiginfjárkröfur, fjárfestingar og stjórnkerfi á undanförnum árum.

Tilmæli EIOPA fela í sér að NBS taki til skoðunar hvort þær eftirlitsráðstafanir, sem NBS eru tiltækar, hafi verið tæmdar með hliðsjón af tímalengd og alvarleika háttsemi vátryggingafélagsins. Tilmælin eru gefin út á grundvelli 17. gr. reglugerðar (ESB) 1094/2010 um að koma á fót evrópskri eftirlitsstofnun (EIOPA), sem fjallar um viðbrögð vegna brota á gerðum Evrópusambandsins.

Lesa má nánar um tilurð og tilgang tilmæla EIOPA til NBS og næstu skref á vefsíðu EIOPA: EIOPA issues recommendation to the Národná banka Slovenska.

 

Til baka