logo-for-printing

28. nóvember 2023

A/F Rekstraraðili hf. fær starfsleyfi sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða

Bygging Seðlabanka Íslands

Hinn 20. nóvember 2023 veitti fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands A/F Rekstraraðila hf. starfsleyfi sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða samkvæmt lögum nr. 45/2020, um rekstraraðila sérhæfðra sjóða. Í leyfinu felst að félaginu er heimilt að reka sérhæfða sjóði í samræmi við 1. og 2. mgr. 9. gr. laga um rekstraraðila sérhæfðra sjóða.

Samhliða útgáfu starfsleyfisins komst fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að Arctica Finance hf. væri hæft til að fara með svo stóran eignarhlut í A/F Rekstraraðila hf. að félagið teldist dótturfélag Arctica Finance hf., sbr. 1. mgr. 16. gr. laga um rekstraraðila sérhæfðra sjóða.

Þá komst fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að Arctica Eignarhaldsfélag ehf. ásamt Bjarna Þórði Bjarnasyni og Stefáni Þór Bjarnasyni væru sameiginlega hæfir til að fara með yfir 50% óbeinan, virkan eignarhlut og Ascraeus ehf. ásamt Jóni Þór Sigurvinssyni væru hæf til að fara með allt að 20% óbeinan, virkan eignarhlut í A/F Rekstraraðila hf., sbr. 1. og 3. mgr. 16. gr. laga um rekstraraðila sérhæfðra sjóða og VI. kafli laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.


Til baka