logo-for-printing

17. mars 2022

Evrópskar eftirlitsstofnanir á fjármálamarkaði vara neytendur við áhættu af sýndareignum (e. crypto-assets)

Bygging Seðlabanka Íslands
Evrópsku eftirlitsstofnanirnar (EBA, ESMA og EIOPA – saman nefndar ESAs) hafa birt viðvörun til neytenda, þar sem varað er við mjög áhættusömum sýndareignum, s.s. sýndarfé á borð við bitcoin og ethereum, sem lúta lögmálum spákaupmennsku. Þær henta fæstum almennum fjárfestum til fjárfestinga eða sem greiðslumáti eða gjaldmiðill. Neytendur geta staðið frammi fyrir því að tapa allri fjárfestingu sinni í sýndareignum.

Seðlabanki Íslands tekur undir sjónarmið evrópsku eftirlitsstofnananna og hvetur almenning til að kynna sér vel viðvörunina sem má finna hér á íslensku.
Til baka