logo-for-printing

02. febrúar 2017

Óhefðbundin notkun á gjaldmiðlum á safnanótt í Seðlabankanum

Myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns verður opið á föstudagskvöld frá klukkan 19:00 til 23:00. Safnið er á fyrstu hæð í byggingu Seðlabankans við Kalkofnsveg í Reykjavík. Gengið er inn frá Arnarhóli. Í safninu getur m.a. að líta dæmi um óhefðbundna notkun á gjaldmiðlum. Þá er þarna sýnishorn af seðlum sem hafa verið tættir þar sem þeir hafa verið metnir ónothæfir. Sem dæmi um óhefðbundna notkun gjaldmiðla eru verk eftir breska og bandaríska hermenn sem nýttu frístundir sínar hér á landi í síðari heimsstyrjöldinni til þess að smíða ýmsa gripi úr mynt sem þeir sendu síðan til vina og ættingja. Auk þessa eru í safninu íslenskir seðlar og mynt frá ýmsum tímum og ýmislegt sem tengist gjaldmiðlasögu Íslands. Þá geta gestir kynnst sérstöku peningapúsluspili.

Sýningin á föstudagskvöld er liður í safnanótt sem er hluti menningarviðburðarins vetrarnótt á höfuðborgarsvæðinu. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti.

Til baka