logo-for-printing

29. nóvember 2016

Málstofa um mat á jafnvægisraunvöxtum í dag

Bygging Seðlabanka Íslands

Málstofa um þetta efni verður haldin í Sölvhóli, fundarherbergi í Seðlabankanum, í dag, þriðjudaginn 29. nóvember kl. 15.
Frummælendur verða Ásgeir Daníelsson, Ólafur S. Helgason og Stefán Þórarinsson, sérfræðingar á hagfræðisviði Seðlabankans.

Ágrip:
Jafnvægisraunvextir á Íslandi eru metnir með mismunandi aðferðum. Fyrsta aðferðin byggir á mælingu á jaðarframleiðni fjármagnsins. Næst er byggt á svonefndri Euler-jöfnu sem er skilyrði fyrir hámörkun velferðar heimila yfir tíma. Að endingu eru þekkt líkön (e. state-space models) þar sem jafnvægisraunvextir eru stærð sem ekki er beint mælanleg (e. unobservable) metin með gögnum um íslenska hagkerfið, þeirra á meðal frægt líkan sem Laubach og Williams gerðu og mátu fyrir Bandaríkin. Sumar aðferðirnar gefa óraunhæfar niðurstöður en aðrar gefa niðurstöður sem ættu að reynast gagnlegar fyrir yfirvöld peningamála. „State-space“ líkönin gefa það mat á jafnvægisraunvöxtum að þeir hafi lækkað eftir fall bankanna 2008/9 en hafi svo hækkað aftur síðustu fjögur ár eftir að hagvöxtur tók við sér. Eitt líkanið gefur einnig mat á aðhaldsstigi peningastefnunnar sl. 20 ár og mat á verðbólgumarkmiði stjórnvalda.

Sjá hér nánari upplýsingar um málstofur í Seðlabankanum.
Til baka