27.06.2017Seðlabankastjóri í viðtali á fréttaveitunni CNBC

Seðlabankastjóri í viðtali á fréttaveitunni CNBC

Á vef CNBC fréttaveitunnar hefur verið birt viðtal við Má Guðmundsson seðlabankastjóra sem er nú staddur á árlegri ráðstefnu Seðlabanka Evrópu í Sintra í Portúgal. Viðtalið var tekið fyrr í dag, þriðjudaginn 27. júní.

Arrow right Nánar
07.06.2017Seðlabanki stuðlar að virkni og velferð

Seðlabanki stuðlar að virkni og velferð

Seðlabankinn stuðlar að velferð með því að útvega skilvirkan greiðslumiðil, stuðla að stöðugu verðlagi og skilvirku og traustu fjármálakerfi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í grein sem Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri í Seðlabanka Íslands, skrifaði og birt var í Morgunblaðinu síðastliðinn laugardag. Greinin er nú aðgengileg hér á vef Seðlabanka Íslands.

Arrow right Nánar
17.05.2017Gögn aðalhagfræðings við kynningu á vaxtaákvörðun og efni Peningamála

Gögn aðalhagfræðings við kynningu á vaxtaákvörðun og efni Peningamála

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, framkvæmdastjóri hagfræði og peningastefnu og meðlimur í peningastefnunefnd, kynnti rök fyrir vaxtaákvörðun peningastefnunefndar í sérstakri vefútsendingu í morgun. Vaxtaákvörðun var birt fyrr um morguninn en í vefútsendingunni kynntu Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur rök nefndarinnar, jafnframt því sem efni nýbirtra Peningamála var reifað.

Arrow right Nánar
09.05.2017Seðlabankastjóri í viðtali við Bloomberg í Japan

Seðlabankastjóri í viðtali við Bloomberg í Japan

Már Guðmundsson seðlabankastjóri sótti um helgina og í gær fundi seðlabankastjóra aðildarríkja Alþjóðagreiðslubankans sem venjulega eru haldnir í Basel. Að þessu sinni voru fundirnir haldnir í Tókýó í boði Seðlabanka Japans. Daginn eftir átti seðlabankastjóri ásamt Hannesi Heimissyni, sendiherra Íslands í Japan, fund með Nobuteru Ishihara, efnahagsráðherra Japans, og átti viðræður við stjórnarmenn í viðskiptaráði Japans og Íslands. Hann veitti einnig fjölmiðlum viðtöl, m.a. í beinni útsendingu á Bloomberg sjónvarpsstöðinni. Nálgast má viðtalið með því að tengjast í gegnum fyrirsögn þessarar fréttar.

Arrow right Nánar
05.05.2017Viðtal við seðlabankastjóra á vef AGS

Viðtal við seðlabankastjóra á vef AGS

Í tengslum við vorfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans í síðasta mánuði var tekið viðtal við Má Guðmundsson seðlabankastjóra fyrir fréttaveitu AGS. Viðtalið hefur nú verið birt á vef sjóðsins. Í viðtalinu svaraði seðlabankastjóri spurningum um stöðu og horfur í efnahagsmálum á Íslandi, um samstarfið við AGS og fleira.

Arrow right Nánar