logo-for-printing

02.09.2016

8. rit: Peningastefnunefnd í sjö ár

Út eru komin Efnahagsmál nr. 8, „Peningastefnunefnd í sjö ár“, eftir Karen Áslaugu Vignisdóttur. Í greininni er fjallað um ólíkar gerðir peningastefnunefnda, samsetningu þeirra og skipulag. Þá er fjallað nánar um breytingarnar sem gerðar voru á ramma peningastefnunnar á Íslandi árið 2009. Einnig er umfjöllun um atkvæðagreiðslur peningastefnunefndar á árunum 2009-2015 og skoðað hvernig atkvæði einstakra nefndarmanna hafa fallið á tímabilinu auk þess að fjalla um hvort atkvæðamynstrið sé áþekkt því sem gerist í öðrum löndum með sambærilegt fyrirkomulag peningastefnu.

Efnahagsmál nr. 8, með umfjöllun Karenar Áslaugar Vignisdóttur um peningastefnunefnd í sjö ár, eru aðgengileg hér: Efnahagsmál nr. 8

Sjá nánari upplýsingar um útgefin rit Seðlabanka Íslands hér: Rit og skýrslur

Til baka