logo-for-printing

29.05.2015

Erindi Þorvarðar Tjörva um reynslu heimila af auknu frjálsræði á mörkuðum og fjármálakreppu

Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur í Seðlabanka Íslands, flutti nýverið erindi á ráðstefnu sem Háskólinn í Lundi í Svíþjóð, norska rannsóknarráðið og norska rannsóknarstofnunin í neytendafræðum (SIFO) stóðu að og fór fram í Pufendorf-stofnuninni í Lundi. Titill ráðstefnunnar var Consumption, Credit, Health and Welfare en Þorvarður Tjörvi var með erindi á setunni Financialisation and Welfare – A Nordic Perspective.

Í erindi sínu, sem fór fram á ensku og bar yfirskriftina Lessons from Icelandic households’ risky ride on the credit carousel, fjallaði Þorvarður Tjörvi um þá lærdóma sem mætti draga af reynslu íslenskra heimila í kjölfar þess að frjálsræði á fjármálamörkuðum var skyndilega aukið og þeirrar fjármálakreppu sem fylgdi í kjölfarið.

Við flutning erindisins studdist Þorvarður Tjörvi við efni í meðfylgjandi kynningarskjali:

Þorvarður Tjörvi Ólafsson: Lessons from Icelandic households' risky ride on the credit carousel. Lundi, 22. maí 2015.pdf

Til baka