logo-for-printing

06.10.2017

Erindi aðalhagfræðings Seðlabankans um ástand og horfur í efnahagsmálum

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, flutti í dag fyrirlestur hjá Almenna lífeyrissjóðnum um ástand og horfur í efnahagsmálum. Meðal þess sem fram kom hjá Þórarni var að ytri staða þjóðarbúsins hafi tekið stakkaskiptum til hins betra, hagvöxtur sé mjög mikill, verðbólga við eða undir markmiði í tæplega 4 ár og vextir Seðlabankans með því lægsta á þessari öld.

Við fyrirlesturinn studdist Þórarinn við efni í meðfylgjandi skjali: Ástand og horfur í efnahagsmálum. Fyrirlestur Þórarins G. Péturssonar, aðalhagfræðings Seðlabanka Íslands, hjá Almenna lífeyrissjóðnum, 6. október 2017.

Til baka