logo-for-printing

10.11.2014

Kynningarefni aðalhagfræðings fyrir hagfræðinema

Seðlabanki Íslands tekur á móti ýmsum hópum og kynnir þeim starfsemi bankans. 

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, kynnti síðastliðinn föstudag háskólanemum í hagfræði undirbúning og gerð þjóðhagsspáa. Kynningarefnið er nú aðgengilegt hér á vef bankans.

Þórarinn fjallaði um greiningu og vöktun ýmissa þátta sem máli skipta fyrir spágerðina, um undirbúning og vinnu við sjálfa spána og ræddi svo um hvernig til hefði tekist.

Við kynninguna studdist Þórarinn við efni í meðfylgjandi skjali:

Spágerð Seðlabankans. Undirbúningur og gerð Þjóðhagsspáa. Kynning fyrir hagfræðinema. Þórarinn G. Pétursson, 7. nóvember 2014.pdf

Til baka