logo-for-printing

13.05.2016

Nýleg hagþróun og áskoranir um stefnu

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, framkvæmdastjóri peningastefnu og hagfræði í Seðlabanka Íslands og meðlimur í peningastefnunefnd, kynnti hagfræðingum verkalýðssamtaka á Norðurlöndum í gær nýlega hagþróun hér á landi og fóru yfir helstu áskoranir sem stefnumótendur í efnahagsmálum hér á landi standa frammi fyrir. Þórarinn fór m.a. yfir þann mun sem er á stöðu og horfum í efnahagsmálum hér á landi og annars staðar greindi frá því hvaða afleiðingar það hefði fyrir þá stefnu sem taka þyrfti í hagstjórninni.

Sjá hér efni í texta, tölum og myndum sem Þórarinn studdist við í kynningunni sem fór fram á ensku: Recent economic developments and policy challenges in Iceland May16.pdf

Til baka