logo-for-printing

25.03.2022

Varaseðlabankastjóri með erindi um seðlabankarafeyri

Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, flutti miðvikudaginn 23. mars, erindi á málstofu á vegum viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík. Málstofan bar titilinn Framtíð peninga: Seðlabankarafeyrir (CBDC).

Í erindi sínu fjallaði Rannveig um hvað seðlabankarafeyrir er, mismunandi markmið með útgáfu seðlabankarafeyris, valkosti og álitamál við slíka útgáfu.

Hér má finna kynningu sem Rannveig studdist við á fundinum: Framtíð peninga: Seðlabankarafeyrir (CBDC)

 


Til baka