logo-for-printing

14.04.2016

Erindi Þorvarðar Tjörva Ólafssonar um fjármálasveifluna á Íslandi á alþjóðlegri rannsóknarráðstefnu í Makedoníu

Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur í Seðlabanka Íslands, flutti erindi á árlegri rannsóknarráðstefnu Seðlabanka Makedóníu sem fór fram í Skopje í síðustu viku. Titill ráðstefnunnar var 5th NBRM Research Conference - Economic and financial cycle spillovers: reconsidering domestic and cross border channels and policy responses, en Þorvarður Tjörvi var með erindi á ráðstefnuhlutanum Economic and Financial Cycles: Synchronization and Spillover Channels.

Í erindi sínu fjallaði Þorvarður Tjörvi um niðurstöður væntanlegar rannsóknarritgerðar um fjármálasveifluna á Íslandi yfir ríflega aldartímabil, en höfundar ritgerðarinnar eru auk Tjörva, þeir Bjarni G. Einarsson, Kristófer Gunnlaugsson og Þórarinn G. Pétursson. Í erindinu var fjallað um skilgreiningu og mælingu á fjármálasveiflunni, megineinkenni hennar og hversu sterk áhrif alþjóðlegu fjármálasveiflunnar virðast vera á þá innlendu, jafnvel við afar ólíka umgjörð hagstjórnar á þessu langa skeiði.

Við flutning erindisins studdist Þorvarður Tjörvi við efni í meðfylgjandi kynningarskjali:  Financial cycle in Iceland - 5th NBRM Research Conference.pdf

Tengdar fréttir: Kynning aðalhagfræðings um fjármálasveifluna á Íslandi.

Til baka