logo-for-printing

22.11.2019

Hagstjórn í hundrað ár – Erindi seðlabankastjóra

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Jón Sigurðsson fyrrverandi seðlabankastjóri fluttu erindi á málþingi Seðlabankans og Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands fimmtudaginn 21. nóvember um hagstjórn á Íslandi í hundrað ár. Málþingið var haldið í tilefni af því að hundrað ár eru frá fæðingu Jónasar Haralz fyrrum bankastjóra og efnahagsráðgjafa en Jónas var einn af frumkvöðlum og brautryðjendum hagstjórnar á Íslandi. Jón fjallaði um ævistörf Jónasar og þau miklu áhrif sem hann hafði á stjórn efnahagsmála á Íslandi. Ásgeir fjallaði um þann lærdóm sem megi draga af hagstjórn á síðastliðnum hundrað árum og hvernig efla megi stjórn efnahagsmála til framtíðar. Ræðumennirnir fóru einnig yfir persónuleg kynni sín af Jónasi en hann var efnahagsráðgjafi ríkisstjórna á sjötta og sjöunda áratug 20. aldar, bankastjóri Landsbankans og starfaði auk þess hjá Alþjóðabankanum. Hann setti ekki síst svip á viðreisn íslensks efnahagslífs á sjöunda áratug síðustu aldar.

Kynningu Ásgeirs má finna hér: Hagstjórn í hundrað ár - Erindi Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra
Til baka