logo-for-printing

19.11.2020

Seðlabankastjóri og varaseðlabankastjóri á fundi Viðskiptaráðs

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hélt í dag, fimmtudaginn 19. nóvember, erindi á Peningamálafundi Viðskiptaráðs. Fundurinn bar yfirskriftina Á Seðlabankinn að grípa inn í markaði? Í erindi sínu fjallaði Ásgeir um stöðu og horfur í efnahagsmálum auk þess sem hann fór yfir þær aðgerðir sem bankinn hefur gripið til í ljósi þeirra áhrifa sem heimsfaraldur COVID-19 og sóttvarnaraðgerðir sem ráðist hefur verið í vegna faraldursins hafa haft á efnahaginn. Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, tók þátt í pallborðsumræðum um horfur í efnahagsmálum og aðgerðir Seðlabankans. Með honum í pallborði var Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka, og umræðum stýrði Konráð S. Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.

Kynningarefni sem Ásgeir studdist við í erindi sínu má finna hér: Kynning Ásgeirs Jónssonar á Peningamálafundi Viðskiptaráðs.
Til baka