logo-for-printing

07.12.2016

Erindi Þórarins G. Péturssonar um fjármálasveifluna á málstofu við háskólann í Glasgow

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, flutti erindi á málstofu við Adam Smith Business School við háskólann í Glasgow hinn 1. desember sl. Í erindinu fjallaði hann um niðurstöður nýútkominnar rannsóknarritgerðar um fjármálasveifluna á Íslandi yfir ríflega aldartímabil, en höfundar ritgerðarinnar eru auk Þórarins, þeir Bjarni G. Einarsson, Kristófer Gunnlaugsson og Þorvarður Tjörvi Ólafsson. Í erindinu var m.a. fjallað um skilgreiningu og mælingu á fjármálasveiflunni, megineinkenni hennar og hversu sterk áhrif alþjóðlegu fjármálasveiflunnar virðast vera á þá innlendu, jafnvel við afar ólíka umgjörð hagstjórnar á þessu langa skeiði.
Við flutning erindisins studdist Þórarinn við efni í meðfylgjandi kynningarskjali.
Til baka