Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri sótti miðstjórnarfund Samiðnar – Sambands iðnfélaga þriðjudaginn 19. nóvember. Á fundinum fór Rannveig yfir stöðu efnahagsmála á Íslandi og horfur næstu ára. Rannveig ræddi einnig samspil peningastefnunnar og stöðu efnahagsmála og hvernig vaxtalækkanir undanfarinna mánaða hafa stutt við eftirspurn.