logo-for-printing

21. desember 2017Arnór Sighvatsson

Aðstoðarseðlabankastjóri í pallborðsumræðum um gjaldeyrisinngrip seðlabanka

Seðlabankar Ísrael og Sviss ásamt Center for Economic Policy Research (CEPR) héldu ráðstefnu í Jerúsalem dagana 7. og 8. desember um gjaldeyrisinngrip seðlabanka. Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri tók þátt í pallborðsumræðum á ráðstefnunni. Í inngangsorðum sínum fjallaði Arnór um mismunandi kveikjur að inngripum Seðlabanka Íslands á gjaldeyrismarkaði undanfarin ár.

Nánar
21. nóvember 2017Már Guðmundsson seðlabankastjóri

Ræða seðlabankastjóra á Peningamálafundi Viðskiptaráðs

Már Guðmundsson seðlabankastjóri var aðalræðumaður á Peningamálafundi Viðskiptaráðs sem haldinn var 16. nóvember síðastliðinn. Ræðan hefur nú verið birt á vef Seðlabankans.

Nánar
12. október 2017Mynd frá ráðstefnunni ,,The uncertain future of global economic integration''

Efni frá alþjóðlegri ráðstefnu sem haldin var á Íslandi í september

Ráðstefnan The uncertain future of global economic integration fór fram dagana 14. og 15. september sl. í Norðurljósasal Hörpu. Ráðstefnan var skipulögð af The Reinventing Bretton Woods Committee og Seðlabanka Íslands. Markmið ráðstefnunnar var að meta hnattvæðingu efnahags- og fjármála og greina hvernig viðbrögð einstakra ríkja og hugsanlegar endurbætur á alþjóðlegu peninga- og fjármálakerfi geta haft áhrif á framtíð alþjóðavæðingar. Dagskrá ráðstefnunnar og kynningar fyrirlesara hafa verið birt á vefnum.

Nánar
09. október 2017Már Guðmundsson seðlabankastjóri

Erindi seðlabankastjóra um vexti, verðtryggingu og stöðu heimilanna

Már Guðmundsson seðlabankastjóri flutti erindi um vexti, verðtryggingu og stöðu heimilanna á fundi í Háskólabíói sem Verslunarmannafélag Reykjavíkur og Verkalýðsfélag Akraness boðuðu til í samstarfi við Hagsmunasamtök heimilanna síðastliðinn laugardag. Í erindinu sagði seðlabankastjóri frá því að vextir Seðlabankans væru lágir hér á landi í innlendu og alþjóðlegu sögulegu samhengi, að vaxtamunur gagnvart viðskiptalöndum endurspegli mismunandi efnahagsástand hér og erlendis og að verðtryggð lán hafi að jafnaði verið talsvert ódýrari fyrir lántakendur en óverðtryggð. Þá hafi skuldir heimila sem hlutfall af ráðstöfunartekjum minnkað talsvert á undanförnum árum og séu sambærilegar við það sem var fyrir 20 árum, hrein eign heimilanna miðað við sama mælikvarða hafi vaxið talsvert og vanskil minnkað mjög mikið.

Nánar
06. október 2017Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands.

Erindi aðalhagfræðings Seðlabankans um ástand og horfur í efnahagsmálum

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, flutti í dag fyrirlestur hjá Almenna lífeyrissjóðnum um ástand og horfur í efnahagsmálum. Meðal þess sem fram kom hjá Þórarni var að ytri staða þjóðarbúsins hafi tekið stakkaskiptum til hins betra, hagvöxtur sé mjög mikill, verðbólga við eða undir markmiði í tæplega 4 ár og vextir Seðlabankans með því lægsta á þessari öld.

Nánar