logo-for-printing

17.09.2019Peningastefnunefnd 2019

Opinn fundur peningastefnunefndar með efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis

Lög um Seðlabanka Íslands kveða svo á að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skuli gefa Alþingi skýrslu um störf sín tvisvar á ári og að ræða skuli efni skýrslunnar í þeirri þingnefnd sem þingforseti ákveður. Átjándi fundur peningastefnunefndar með Alþingi verður haldinn 19. september nk. kl. 09:00. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, og formaður peningastefnunefndar, og Gylfi Zoëga prófessor í hagfræði og peningastefnunefndarmaður, mæta á fundinn.

Nánar
04.09.2019Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands.

Fyrirlestur aðalhagfræðings hjá Félagi atvinnurekenda

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans og framkvæmdastjóri hagfræði og peningastefnu, hélt í dag fyrirlestur hjá Félagi atvinnurekenda um þjóðarbúskap við hagsveifluskil. Þórarinn fór þar meðal annars yfir efnahagsþróun og -horfur ásamt því að fjalla um viðnámsþrótt þjóðarbúsins.

Nánar
02.09.2019Bygging Seðlabanka Íslands

Kynningar á vegum Seðlabankans á Peningamálum

Fulltrúar Seðlabanka Íslands hafa að jafnaði kynnt efni ritsins Peningamál í fjármálafyrirtækjum og víðar. Eftir útkomu Peningamála 28. ágúst sl. hafa fulltrúar bankans kynnt efni ritsins í Kviku banka, hjá verðbréfafyrirtækinu Fossum og í Arion banka. Kynningarefnið er aðgengilegt hér á vefnum, en það voru Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, sem sáu um kynningarnar.

Nánar
12.08.2019Bygging Seðlabanka Íslands

Alþjóðleg ráðstefna á vegum Seðlabankans

Seðlabanki Íslands hélt alþjóðlega ráðstefnu um hvernig varðveita skuli peningalegan og fjármálalegan stöðugleika á Grand hóteli 12. síðasta mánaðar sem bar ensku yfirskriftina Looking back and looking forward: How do we preserve monetary and financial stability? Ráðstefnunni var skipt í tvær setur og var hvor með sínu umræðuefni.

Nánar
04.07.2019Már Guðmundsson seðlabankastjóri

Tíu árum seinna: hvar stöndum við? Erindi seðlabankastjóra hjá Rótarýklúbbi Reykjavíkur

Í erindi seðlabankastjóra var efnahagsþróun síðastliðin tíu ár tekin til skoðunar með tilliti til þess árangurs sem náðst hefur við hagstjórn og uppbyggingu viðnámsþróttar þjóðarbúsins.

Nánar