logo-for-printing

10. desember 2024Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri

Varaseðlabankastjóri með erindi hjá BHM

Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, flutti á dögunum erindi á fræðslufundi BHM. Í erindi sínu ræddi Rannveig um nýlega vaxtaákvörðun peningastefnunefndar og fjallaði um horfur í efnahagsmálum og hvaða vísbendingar væri að finna í nýjustu hagtölum.

Nánar
10. desember 2024

Kynning aðalhagfræðings Seðlabankans á efni Peningamála

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur og framkvæmdastjóri hagfræði og peningastefnu í Seðlabanka Íslands, kynnti nýlega efni nýútgefinna Peningamála, fjórða heftis 2024, á fundum í sex fjármálafyrirtækjum, þ.e. Landsbankanum, Íslandsbanka, Arion banka, Kviku banka, Fossum og Arctica. Í kynningunum greindi Þórarinn frá ýmsum atriðum varðandi efnahagsumsvif og verðbólgu.

Nánar
28. nóvember 2024Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri

Kynning Rannveigar Sigurðardóttur varaseðlabankastjóra fyrir MBA-nemendur í Háskóla Íslands

Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu hjá Seðlabanka Íslands, flutti nýverið kynningu fyrir MBA-nemendur í Háskóla Íslands um störf peningastefnunefndar, efnahagsumsvif, verðbólgu og peningastefnuna.

Nánar
05. nóvember 2024

Kynningar- og umræðufundur um umsvif lífeyrissjóða og löggjöf um þá

Í morgun hélt Seðlabanki Íslands kynningar- og umræðufund með fulltrúum lífeyrissjóða, vinnumarkaðarins og annarra stjórnvalda í tilefni af útkomu sérrits Seðlabankans um umsvif lífeyrissjóða á fjármálamarkaði og æskilegar umbætur á löggjöf um lífeyrissjóði. Fundurinn var haldinn í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík.

Nánar
17. október 2024Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri

Erindi Rannveigar Sigurðardóttur varaseðlabankastjóra hjá Samiðn

Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu hjá Seðlabanka Íslands, flutti nýverið erindi hjá Samiðn um efnahagsumsvif, verðbólgu og peningastefnu. Yfirskrift erindisins var: Vextir Seðlabankans - vita bitlausir eða allt að kæfa? Þar fjallaði hún um nýlega ákvörðun peningastefnunefndar og forsendur hennar.

Nánar