logo-for-printing

27.04.2012

Erindi um stöðu íslenskra heimila á ráðstefnu í Þýskalandi

Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur á hagfræði- og peningastefnusviði Seðlabankans, flutti í morgun erindi um fjárhagsstöðu íslenskra heimila á SMYE ráðstefnunni (Spring Meeting of Young Economists) í Mannheim í Þýskalandi.

Ráðstefnan er haldin árlega og er hún vettvangur fyrir unga hagfræðinga til að kynna rannsóknir sínar. Þorvarður Tjörvi kynnti væntanlega rannsóknarritgerð hans og Karenar Á. Vignisdóttur um stöðu íslenskra heimila í aðdraganda og kjölfar hrunsins. Erindi Tjörva var á ensku og studdist hann þar við efnisatriði í meðfylgjandi skjali:

Households' position in the financial crisis in Iceland. Analysis based on a nationwide household-level database. Þorvarður Tjörvi Ólafsson (í samvinnu við Karen Á. Vignisdóttur)- SMYE 27. April 2012

Til baka