logo-for-printing

Undanþágur

Gjaldeyriseftirlitið varð að sérstöku sviði innan Seðlabankans á árinu 2009. Á árinu 2012 var gjaldeyriseftirlitinu skipt í þrjár deildir, undanþágudeild, eftirlitsdeild og rannsóknardeild. Meginverkefni undanþágudeildar voru afgreiðsla undanþága frá lögum nr. 87/1992, um gjaldeyrismál, og fyrirspurna sem bárust í tölvupósti á netfangið gjaldeyrismal@sedlabanki.is eða í gegnum síma 569-9600. Í ljósi fækkunar innsendra beiðna um undanþágu í kjölfar losunar fjármagnshafta að mestu leyti á árinu 2017 var undanþágudeild gjaldeyriseftirlitsins lögð niður í ágúst 2018.

Frá árinu 2010 til ársins 2016 bárust Seðlabankanum yfirleitt um 800 til 1000 beiðnir um undanþágu frá lögum nr. 87/1992, um gjaldeyrismál, á ári og skiptist hlutfallið nokkuð jafnt á milli einstaklinga og lögaðila. Þá var afgreiðsluhlutfallið um 75% til 100% á ári miðað við innsend erindi og voru yfirleitt rúmlega 300 mál í vinnslu hverju sinni á þeim árum. Eins og að framan greinir fækkaði innsendum erindum verulega með þeirri losun fjármagnshafta sem átti sér stað með breytingum á lögum um gjaldeyrismál sem tóku gildi annars vegar 21. október 2016 og 1. janúar 2017 hins vegar og nú síðast með gildistöku reglna nr. 200/2017, um gjaldeyrismál, hinn 14. mars 2017. 

 

Sýna allt

  • Umsóknareyðublað og leiðbeiningar

  • Tölfræði undanþága

  • Afgreiðsluferill undanþágubeiðna