logo-for-printing

11. nóvember 2013

Þorvarður Tjörvi Ólafsson: Erindi um efnahagsbatann og framvindu nauðsynlegrar aðlögunar

Þorvarður Tjörvi Ólafsson
Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands, flutti erindi á formannafundi Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja fyrir helgi þar sem hann fjallaði um eðli efnahagsbatans undanfarin misseri, horfurnar framundan og hversu langt á veg nauðsynleg aðlögun í þjóðarbúskapnum í kjölfar fjármálakreppunnar væri komin. Loks var einnig vikið stuttlega að sumum helstu göllum fjármálakerfa fyrir alþjóðlegu fjármálakreppuna og uppbyggingu nýs fjármálakerfis til framtíðar. Meðfylgjandi er skjal sem Þorvarður Tjörvi studdist við þar sem er bæði að finna myndir og skýringartexta.

Efnahagsbatinn, aðlögunin og fjármálakerfið

Til baka