logo-for-printing

21. október 2013

Lýsandi reitir á nýjum tíu þúsund króna seðli

Tíu þúsund króna seðill við útfjólublátt ljós

Á hinum nýja tíu þúsund króna seðli sem kynntur hefur verið og fer í umferð á næstkomandi fimmtudag, 24. október, eru bæði ný og eldri öryggisatriði. Þeirra á meðal eru lýsandi reitir sem koma í ljós við útfjólublátt ljós, en þeir sýna meðal annars töluna 10000, auk lýsandi borða í öryggisþræði.

Meðfylgjandi mynd sýnir þessa lýsandi reiti. Öryggisþráðurinn sem lýsandi borðarnir eru í er kallaður Optiks.

Sjá nánari upplýsingar um hinn nýja tíu þúsund króna seðil hér: Nýr tíu þúsund króna seðill.

 

Til baka