29.11.2019

Málstofa um áhrif ríkisfjármála á norska hagkerfið

Málstofa um þetta efni verður haldin í Sölvhóli, fundarherbergi í Seðlabankanum, föstudaginn 29. nóvember kl. 14:00.

Frummælandi: Arnaldur Sölvi Kristjánsson, sérfræðingur hjá norska fjármálaráðuneytinu.

Ágrip: Á málstofunni verða kynntar niðurstöður úr nýlegri rannsókn á áhrifum ríkisfjármála á norska hagkerfið. Áhrif breytinga á sköttum og opinberum útgjöldum á landsframleiðslu eru metin með tímaraðalíkönum. Byggt er á aðferðarfræði sem Olivier Blanchard og Roberto Perotti þróuðu. Síðustu 15 árin hefur fjöldi fræðimanna metið áhrif ríkisfjármála á hagkerfi með þessari aðferðarfræði, en fáar slíkar greiningar hafa verið gerðar með norskum gögnum. Greiningin gefur til kynna að í Noregi henti þessi aðferðarfræði best til að kanna áhrif breytinga í opinberum útgjöldum. Útgjaldamargfaldarinn, þ.e. breyting á landsframleiðslu þegar opinber útgjöld aukast um eina krónu, er metinn á bilinu 0,3-0,5. Þetta er ívið lægra mat en fæst í sambærilegum rannsóknum í öðrum löndum. Mat á tekjumargfaldaranum er fremur ónákvæmt.

Hægt er að nálgast greinina sem fjallað verður um hér.


Til baka